Framtíð menntunar með aukinni tæknivæðingu

Framtíð menntunar með aukinni tæknivæðingu

Bill Thompson skrifaði áhugaverða grein (eins og svo margar hans greinar eru) um tölvunotkun í skólastarfi í framtíðinni. Hann segir frá því að hann hafi verið í spekúlantahópi sem kom saman og reyndi að spá fyrir um stefnumótunarþarfir fyrir menntun árið 2020 út frá hugsanlegri þróun tölvutækninnar. Það kemur fram í greininni að það er margt sem þarf að huga að til að tryggja að menntun haldist í takti við samfélagslegar breytingar sem verða vegna tölvutækni.

Leiðbeinandi minn í Háskólanum í Minnesóta, Art Harkins, er svokallaður “futurologist”. Hann gerir svona æfingar með nemendur og líka stjórnendur fyrirtækja. Þá hvetur hann fólk til að ímynda sér hvernig hlutir verða eftir nokkra áratugi og jafnvel nokkur hundruð ár og setja sér markmið í samræmi við það. Svo eiga allir að skrá hjá sér hvað þarf að huga að til að markmiðin nást. Að lokum kemur hópurinn sér saman og vinnur úr því sem hver og einn hefur gert. Mjög skemmtilegar og gagnlegar æfingar sérstaklega í fjölbreyttum hópum.

Thompson hefur greinilega lent í áhugaverðum hópi sem skoðaði málið frá ýmsum hliðum. Skemmtilegast og gagnlegast hefði samt verið að fá meiri gögn af fundinum en Thompson setur fram nokkrar áleitnar spurningar sem vert er að velta fyrir sér.

Athugasemdir