Marvin Minsky skrifar um börn, upplýsingatækni og nám

Marvin Minsky skrifar um börn, upplýsingatækni og nám

Marvin Minsky, prófessor við MIT, er byrjaður á greinaröð sem hann ætlar að birta á Wiki-vef OLPC verkefnisins. Sú fyrsta var sett upp í síðasta mánuði og ber titilinn “What makes mathematics hard to learn?”. Í fljótu bragði mætti draga þá ályktun að Minsky er fyrst og fremst að fjalla um stærðfræðikennslu, en svo er ekki. Greinin, og að ég held að verði þema allra greinanna, er að skýra þann kenningaleg grunn sem OLPC verkefnið byggir á. Fyrsta greinin er þó ekki íþyngjuð af fræðimennsku og ætti að vera aðgengileg, og jafnvel skemmtileg, lesning fyrir alla sem hafa áhuga á upplýsingatækni í menntun. Þar að auki, er þetta kærkomin innsýn í hugsun þeirra sem standa að baki og hafa komið að OLPC verkefninu sem hefur oft verið misskilið af hinum ýmsu aðilum. Samt sem áður, er enn skortur á haldbærum gögnum sem styðja nálgun OLPC manna (þ.e. að innleiða upplýsingatækni gegnum börnin frekar en kennarana). Kannski kemur Minsky inn á það í seinni greinum – kannski ekki…

Athugasemdir