Málstofa um framtíð menntunar

Málstofa um framtíð menntunar

Þann 20. mars tek ég þátt í opinni málstofu Menntavísindasviðs HÍ um framtíð menntunar. Frummælandi á málstofunni verður leiðbeinandi minn í doktorsnáminu mínu, Dr. Arthur Harkins. Dr. Harkins er heimsþekktur framtíðarfræðingur sem hefur að mestu fengist við framtíð menntunar og vinnumarkaðarins. Dr. Jón Torfi Jónassson, forseti Menntavísindasviðs HÍ, tekur líka þátt ásamt öðru háskólafólki Menntavísindasviðs.

Málstofan verður þriðjudaginn, 20. mars, kl. 15-17 og er opin almenningi. Nákvæm staðsetning hefur ekki verið ákveðinn en verður að öllum líkindum í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð (gamli Kennaraháskólinn). Ég tilkynni aftur um staðsetningu þegar það er komið á hreint. 

Athugasemdir